Próf fyrir nemendur í fjarnámi við Háskólann á Akureyri

Mímir og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér samkomulag um að Mímir er nú einn af þeim stöðum sem stendur nemendum HA til boða að taka próf. 

Verð

Umsýslugjald fyrir hvert próf sem tekið er hjá Mími er 3.900 kr. (greitt er fyrir að hámarki þrjú próf).  Verð fyrir sjúkra- og endurtökupróf er 3.900 kr. (greitt er fyrir að hámarki tvö próf).

Staðsetning

Prófin fara fram hjá Mími í Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Nánari upplýsingar gefur Helga Rúna Þorsteinsdóttir í síma 580-1800 eða með tölvupósti á helga@mimir.is.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?