Það er mikið líf hjá okkur í Mími þessa dagana en um 230 manns þreyta próf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt þessa vikuna. Að þessu sinni eru prófin haldin í Mími og hjá Símey á Akureyri. Prófið er tvískipt, skriflegt og munnlegt, og hefur heilt yfir gengið mjög vel.

Ítrustu sóttvarna er að sjálfsögðu gætt og passað upp á að hámarksfjölda í húsi hverju sinni.