Það er mikið líf í húsinu þessa dagana en einnig smá taugatitringur þar sem um 230 manns heimsækja Mími þessa vikuna til að taka íslenskupróf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt. Prófið er þrískipt: hlustun, skriflegt og munnlegt og hefur heilt yfir gengið mjög vel. Fyrirlögn prófanna var krefjandi við núverandi aðstæður en allir hafa staðið saman um að láta hlutina ganga vel fyrir sig.
Árið 2017 gerði Mímir þriggja ára samstarfssamning við Menntamálastofnun um framkvæmd íslenskuprófa vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt. Tvær prófalotur fara fram á hverju ári og fara prófin að þessu sinni fram í húsakynnum Mímis í Höfðabakka en einnig hjá Símey á Akureyri.
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.