Það er mikið líf í húsinu þessa dagana en einnig smá taugatitringur þar sem um 250 manns heimsækja Mími þessa vikuna til að taka íslenskupróf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt. Prófið er tvískipt, skriflegt og munnlegt, og hefur heilt yfir gengið mjög vel. 

Árið 2017 gerði Mímir þriggja ára samstarfssamning við Menntamálastofnun um framkvæmd íslenskuprófa vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt. Tvær prófalotur fara fram á hverju ári og fara prófin fram í húsakynnum Mímis í Höfðabakka en einnig hjá Símey á Akureyri, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og hjá Austurbrú á Egilsstöðum.