Allir einbeittir við próftöku
Allir einbeittir við próftöku

Aldrei hafa fleiri þreytt próf í íslensku vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt á fyrri hluta árs eins og nú en áætlað er að 270 manns heimsæki Mími þessa vikuna í þeim tilgangi.

Árið 2017 gerði Mímir þriggja ára samstarfssamning við Menntamálastofnun um framkvæmd íslenskuprófa vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt. Tvær prófalotur fara fram á hverju ári og fara prófin fram í húsakynnum Mímis í Höfðabakka en einnig hjá Símey á Akureyri, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og hjá Austurbrú á Egilsstöðum. Alls þreyttu 428 manns slíkt íslenskupróf á síðasta ári hjá Mími en 463 árið 2016.