28. mars 2017

Samstarfssamningur við Rauða krossinn undirritaður

Mímir undirritaði á dögunum samning við Rauða krossinn vegna verkefnisins "Viltu tala meiri íslensku?"

Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum og innflytjendur munu hittast einu sinni í viku í húsnæði Mímis og tala saman á íslensku. Ákveðið umfjöllunarefni verður tekið fyrir í hvert skipti s.s. samgöngur, fjármál, húsnæðismál eða heilbrigðisþjónusta.

Silja Ingólfsdóttir, deildarstjóri hjá Rauða krossinum, og Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis undirrituðu samstarfssamning á Höfðabakkanum.