6. apríl 2017

Samningur undirritaður við Menntamálastofnun

Mímir mun hafa umsjón með framkvæmd prófanna sem eru lögð fyrir tvisvar á ári. Prófin fara fram í húsnæði Mímis og á símenntunarmiðstöðvum víða um land. Við hjá Mími erum afar ánægð með samstarf við Menntamálastofnun og þökkum traustið sem okkur er sýnt með samningi þessum.

Næstu próf verða dagana 22. maí - 2. júní nk. og skráning stendur yfir á vef Mímis.