24. febrúar 2017

Fjölbreyttir kennsluhættir hjá Mími

Fjórir starfsmenn frá Mími fóru á Bett 2017 í London í lok janúar. Bett (British Educational Training and Technology Show) er viðmikil sýning fyrir alla sem koma að skólastarfi. Þar sýndu um 700 sýningaraðilar það nýjasta í tölvu og hugbúnaði fyrir skóla. Ferð þessi var liður í innleiðingu á tækni sem Mímir er að hefja.

Við höfum fest kaup á bekkjarsetti af spjaldtölvum sem notaðar verða í kennslu. Tækniteymi hefur verið starfandi síðan fyrir jól og lagt línurnar að fyrstu skrefunum. Í byrjun verður lögð áhersla á að innleiða spjaldtölvur í íslenskukennslu og hefur fyrsta smiðjan verið sett á dagskrá þar sem verkefnið verður kynnt ásamt þeim smáforritum sem við munum mæla með að nota. Við hjá Mími erum spennt að takast á við þetta skemmtilega verkefni og taka það svo lengra.