21. desember 2016

Útskrift haustannar í Grafarvogskirkju

Fjöldi nemenda útskrifaðist úr hinum ýmsu námsleiðum og var viðburðurinn vel sóttur af starfsfólki, nemendum og aðstandendum þeirra. Alls voru 125 nemendur að útskrifast úr 11 mismunandi námsleiðum. Sólveig Hildur ávarpaði gesti og Bryndís Björk Hafrúnardóttir flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Þá kom Souleymane Sonde fyrrum nemandi í Mími og hélt ræðu og beindi orðum sínum til útskriftarnema. Hann var nýlega valinn fyrirmynd í námi fullorðinna af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Souleymane og Bryndís komu bæði inn á hversu þakklát þau væru fyrir það tækifæri sem þau hefðu fengið í Mími og hversu mikið þau hefðu þroskast í náminu og nýir möguleikar hefðu opnast.

Við óskum öllum nemendum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.