5. júlí 2017

Sumarlokun hjá Mími

Við hjá Mími erum farin í sumarfrí en opnum á ný mánudaginn 31. júlí klukkan 10. Þér er velkomið að senda okkur tölvupóst á mimir@mimir.is sem við svörum þegar við opnum á ný eftir fríið. Við minnum á vefinn okkar mimir.is en þar eru ýmsar upplýsingar varðandi nám og starfsemi Mímis. Hlökkum til að heyra frá þér. Vertu meira með Mími!
Lesa meira

7. júní 2017

Styrkur úr þróunarsjóði innflytjenda

Mímir hlaut á dögunum styrk að upphæð 1.000.000 króna úr þróunarsjóði innflytjenda vegna hæfnigreiningar fyrir starf túlka og námskrá fyrir túlka af erlendum uppruna. Mímir hefur þegar haldið tvö námskeið fyrir túlka og er þörfin mikil fyrir verkefni af þessu tagi. Markmiðið er að auka hæfni og menntun samfélagstúlka og að þekking og reynsla innflytjenda fáist metin.
Lesa meira

19. maí 2017

Ársskýrsla Mímis árið 2016 er komin út

Nú er ársskýrsla Mímis fyrir árið 2016 aðgengileg á vefnum. Í ársskýrslu Mímis er að vanda hægt að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi og rekstur fyrirtækisins. Við þökkum öllum sem komu að gerð ársskýrslunnar innilega fyrir samstarfið. Einnig er hægt að skoða ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2016 á vefnum.
Lesa meira

18. maí 2017

Starfsþróun hjá Mími

Mímir hlaut á dögunum 20.500 Evra Erasmus+ styrk til að senda starfsfólk sitt á námskeið erlendis. Styrkurinn mun nýtast átta starfsmönnum á fjögur námskeið; í upplýsingatækni, kennslufræði og -aðferðum, móttöku og samlögun innflytjenda.
Lesa meira