Mímir-símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Fyrirtækið hóf starfsemi sína í janúar 2003 og er í eigu Alþýðusambands

Íslands. Fastráðnir starfsmenn eru 22 en auk þess eru um 200 kennarar og leiðbeinendur hjá Mími og vinna að fjölþættum verkefnum á vegum fyrirtækisins.

Meginmarkmið Mímis-símenntunar er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþróunar. Annað meginmarkmið er að bjóða upp á fjölbreytta kennslu í íslensku sem öðru máli og tungumálanámskeiðum. Skipulag námsins tekur mið af þörfum vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni. Áhersla er lögð á:

Mímir-símenntun er með þjónustusamning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.


 

Mímir-símenntun starfar samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til þess að annast framhaldsfræðslu.

Frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á gæði í öllu starfi Mímis og hefur fyrirtækið fengið vottun á fræðslustarfsemi og einnig verið veitt Evrópska gæðamerkið EQM frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og BSI á Íslandi.

Starf Mímis-símenntunar er unnið í þremur deildum:

Markhópur tungumála og fjölmenningardeildar er allur almenningur og innflytjendur.

Nemendurnir eru mjög breiður hópur ef litið er til aldurs, menntunar og þjóðernis. Þar eru einnig haldin námskeið fyrir skjólstæðinga Fjölmenntar, símenntunar og þekkingarmiðstöð.

 

Í fræðslu- og ráðgjafadeild er markhópurinn aðallega fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun, sem vil styrkja stöðu sína og/eða undirbúa sig undir áframhaldandi nám í framhaldsskóla eða háskóla.

Mímir- símenntun er fyrst og fremst rekið með verkefnafé. Árlega er sótt um fjármagn til Fræðslusjóðs til að niðurgreiða:

Einnig er unnið að fjölda þróunarverkefna, erlendra sem innlendra.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur þátt í að niðurgreiða íslenskunám fyrir útlendinga.

Aðrar tekjur koma frá nemendagjöldum, samningi við Fjölmennt og rekstrarframlagi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Einkahlutafélagið Mímir-símenntun er rekið til almannaheilla og því er ekki heimilt að greiða eigendum arð. Hagnaður af starfsemi félagsins er notaður til að efla mennta- og fræðslumál fullorðins fólks á íslenskum vinnumarkaði.

 

Fróðleikur um nafnið Mímir