Norska 1

Námskeiðið er ætlað byrjendum í norsku. Farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði auk þess sem tal og grunnorðaforði er þjálfaður á fjölbreyttan hátt.

Norska 2

Þetta námskeið er framhald af Norsku 1 og hentar þeim sem hafa grunn í norsku eða öðru skandinavísku máli. Orðaforði er áfram byggður upp auk málfræði og talþjálfunar.

Norska talþjálfun

Þetta námskeið er talþjálfunarnámskeið þar sem mest áhersla er lögð á að tala og tjá sig á norsku um mismunandi málefni tengd eigin lífi og norsku samfélagi.