Japanska 1

Námskeiðið er ætlað byrjendum í japönsku. Japönsku hljóðstafrófin „hiragana“ og „katakana“ eru kynnt. Þjálfun í framburði og orðaforði byggður upp með einföldum textum og samtölum.

Japanska 2

Námskeiðið er framhald af japönsku 1. Nemendur þjálfa skilning og tal. Einnig að læra að skrifa letrið Katakana og lesa einfalda texta á Hiragana.

Japanska 3

Námskeiðið er framhald af japönsku 2. Áfram er unnið með skilning og tal sem byggir á almennum orðaforða. Letrið Kanji (einfalt Kanji) er kennt auk þjálfunar í að lesa og skrifa Hiragana og Katakana.