Finnska 1

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í finnskt tungumál og menningu og stiklað er á stóru í sögu og þjóðmenningu Finnlands. Uppbygging málsins er skýrð og farið yfir grundvallaratriði málfræði og orðaforða, auk þess sem setningamyndun og einfaldar samræður eru æfðar.

Finnska 2

Námskeiðið er framhald af finnsku 1. Orðaforði og málfræði eru áfram byggð upp, auk þess sem setningamyndun og einfaldar samræður eru æfðar.