Enska 1-2

Námskeiðið er ætlað byrjendum í ensku. Áhersla er lögð á að nemendur geti skilið og talað um efni sem tengjast þeim sjálfum og daglegu lífi.

Enska 2-3

Námskeiðið er framhald af ensku 1-2 eða fyrir þá sem hafa einhverja undirstöðu í málinu. Áhersla er lögð á framburð og einfalt daglegt talmál og skilning.

Enska talþjálfun 1

Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í ensku en vilja bæta sig í framburði og tjáningu. Nemendur þjálfa bæði frásögn og samræður um efni sem þeir þekkja.

Enska talþjálfun 2

Námskeiðið er fyrir nemendur sem geta tjáð sig af nokkru öryggi á ensku enn vilja efla sig enn frekar. Áhersla er á leikni í frásögn og samræðum um efni sem nemendur hafa áhuga á.