Danska 1

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lítinn grunn í málinu en kennslan er miðuð við stöðu og þarfir nemenda. Farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði og grunnorðaforði þjálfaður á fjölbreyttan hátt.

Danska tal

Þátttakendur æfa tal með frásögnum, samræðum um fjölbreytt efni, spilum og leikjum. Lesnir verða stuttir textar t.d. blaðagreinar og fréttatextar. Einnig verða helstu málfræðiatriði rifjuð upp.