Arabíska 1

Námskeiðið er fyrir byrjendur í arabísku. Áhersla er á talað mál og einfaldar setningar og grunnorðaforða daglegs máls. Einnig er farið yfir arabíska stafrófið og nemendum eru kynntir ólíkir þættir frá mismunandi arabískum menningarheimum.

Arabíska 2

Námskeiðið er framhaldsnámskeið í arabísku. Áhersla er áfram lögð á talað mál og þátttakendur læra einfaldar setningar og bæta við sig grunnorðaforða. Stafrófið og ritun þess æfð og grunnatriði í málfræði kynnt. Námsefni er af ýmsum toga og kennsluaðferðir fjölbreyttar.