Online course - level 4

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa lokið stigi 3 eða hafa góðan grunn í íslensku. Námskeiðið er einstaklingsmiðað en byggt upp á lestri, gagnvirkum æfingum, skriflegu hópspjalli, vikulegum skilaverkefnum og reglulegu Skype spjalli við kennarann.

Skráning ekki hafin

Online course - level 4

Fjarnám - stig 4 /  Online course - level 4

 • Lengd: 10 vikur (60 kennslustundir)
 • Áætlaður vinnutími nemanda: 5-6 klukkustundir á viku

  Nauðsynlegur tæknibúnaður: Höfuðsett með hljóðnema

  Verð: 42.900,- kr.

  Innifalið í verðinu: Bókin, Íslenska fyrir alla 4, og sangorða- og nafnorðablað sent á uppgefið heimilisfang. Skírteini sent á sama heimilisfang við lok.* Stöðumat í upphafi námskeiðs og námsráðgjöf ef hennar er óskað.

  *Útskrift: Forsenda útskriftar eru 75% verkefnaskil (þar af að minnsta kosti 6 af 10 símafundum). Séu þessar kröfur uppfylltar fá nemendur skírteini um 60 stunda nám í íslensku á 4. stigi við lok námskeiðsins.
 • Kennslan fer fram í gegnum Moodle
 • Verkefnaskil fara líka fram í gegnum Moodle.
 • Verkefnin eru skrifleg, gagnvirk (interactive) og talþjálfun.
 • Talþjálfun fer fram á símafundum með kennara og öðrum nemendum í gegnum ráðstefnuhugbúnaðinn BigBlueButton.

Námskeiðið er framhald af þriðja stigi en hentar einnig þeim sem hafa sterkan grunn í íslensku. Byggt er ofan á orðaforða og málfærni með umfjöllunarefnum sem tengjast íslensku samfélagi.

Markmið námsins: Að auka sjálfstraust nemenda til að tjá sig á íslensku bæði í tali og ritun. Aukið er við málfræðikunnáttu á grunni þess sem nemendur hafa þegar lært. Í lok námskeiðsins er kunnátta þátttakenda metin og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunáminu. Rétt er að taka það fram að hvert námskeið er aðlagað viðkomandi nemendahópi. Áherslur geta þess vegna verið svolítið breytilegar á milli hópa.