Að lesa og skrifa á íslensku

Nánari upplýsingar um Að lesa og skrifa á íslensku í síma 580 1800

Þarft þú að læra að lesa og skrifa á íslensku? Eða þekkir þú einhvern sem þarf að þjálfa betur lestur og skrift?

Námskeiðið er fyrir innflytjendur sem þurfa að læra að lesa og skrifa á íslensku (latneska stafrófið). Námið hentar einnig þeim sem hafa litla skólagöngu og þurfa að þjálfa betur lestur og skrift.

Námið er 120 kennslustundir.

Forkröfur

Kennt er á íslensku. Hægt er að aðlaga námskeiðið að byrjendum í íslensku.

 

 Markmið

Að  læra grunn í lestrar- og skriftartækni

Að auka færni í að lesa og skrifa á íslensku

Að öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða

Að öðlast meira sjálfstraust

Að þjálfast í að nota tölvu til að skrifa

Að auka hæfni til að nota kennsluforrit í lestri og skrift

 

Námsgreinar

Lestur

Skrift

Tölvuþjálfun, að skrifa á tölvu og nota kennsluforrit í lestri og skrift

Sjálfsstyrking

 

Ólæsi fullorðinna innflytjenda birtist á margan hátt og getur átt sér margar orsakir. Fólk getur búið yfir lestrar- og ritfærni á sínu móðurmáli sem hefur annað letur en það latneska, t.d. taílenska eða arabíska, og ekki þekkt latneska letrið. Einnig getur lesblinda eða stutt skólaganga valdið óöryggi hvað varðar lestur og skrift.

Námsmat

80% mætingaskylda og virk þáttaka.

Verð

Hlutur nemenda í námsgjöldum er 26.000 krónur. Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga eða Vinnumálastofnunar.

Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.