Íslenska 4 og samfélagið

Frekari upplýsingar um Íslenska 4 og samfélagið í síma 580 1804 eða vala@mimir.is

Vilt þú læra betri íslensku? Viltu læra meira um íslenskt samfélag og menningu?

Íslenska 4 og samfélagið er fyrir innflytjendur sem búa á Íslandi og vilja verða betri í  íslensku og læra meira um íslenskt samfélag og menningu. Námið hvetur fólk til að verða virkari í samfélaginu auk þess sem nemendur byggja upp tengslanet og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Námið er 120 kennslustundir.

Næsta námskeið: 1. nóvember - 12. desember 2017 Kennt er á morgnana, frá kl. 9.10-12.10

Íslenskan er á stigi 4.

Námskeið hefjast: nóvember 2017

 

Markmið

Að auka færni í að tala, skilja og skrifa íslensku.

Að kynnast íslensku samfélagi í gegnum fræðslu og heimsóknir

Að öðlast meira sjálfstraust  í samskiptum og samvinnu

Að læra um sögu og menningu Íslendinga

Að þjálfast í tölvuvinnslu

Að gera góða ferilskrá og þjálfa atvinnuleit á netinu

 

 

Námsgreinar

Íslenska á stigi 4 - 60 kest.

Íslenskt samfélag og vettvangsferðir

Tölvuþjálfun

Sjálfstyrking og atvinnuleit

 

 

Námsmat

80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Verð

Verð er 26.000 krónur. Hægt er að sækja um styrki til náms til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Fræðslusjóður niðurgreiðir þetta nám.