Náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við ákvarðanatöku um nám eða starfsþróun. Þeir veita einnig þjónustu vegna raunfærnimats.

Náms- og starfsráðgjafi mætir einstaklingi á hans forsendum og aðstoðar við að finna leiðir í námi og/eða um þróun starfsferils.

Viðtöl við markhóp framhaldsfræðslunnar eru einstaklingum að

kostnaðarlausu.

Hjá náms- og starfsráðgjafa getur þú meðal annars:

Hafðu samband í síma 580-1800 til að fá frekari upplýsingar og/eða panta viðtal.

Pantaðu tíma í ráðgjöf hér

Viðtöl fara fram í húsnæði Mímis-símenntunar að Höfðabakka 9, á skrifstofutíma eða eftir samkomulagi.

 

Raunfærnimat

Þeir sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi eiga þess kost að fá metna alhliða reynslu sem aflað hefur verið á ýmsum vettvangi. Raunfærnimat getur hjálpað fólki: 1. Að ljúka tilteknu námi á framhaldsskólastigi. 2. Við að sýna fram á starfsfærni á vinnumarkaði. 3. Til þess að hefja nám að nýju og/eða styrkja stöðu sína á vinnumarkaði

Áhugasviðs-greining

Áhugakannanir eru einkum notaðar til að aðstoða einstaklinga við að taka ákvarðanir varðandi náms- og starfsval. Könnunin er túlkuð af náms- og starfráðgjafa í viðtali með einstaklingi.

Ráðgjafar hjá Mími

Hjá Mími símenntun starfa þrír ráðgjafar sem veita bæði einstaklings- og hópráðgjöf.

Ráðgjöf á vinnustað

Mímir - símenntun býður upp á náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, starfsmönnum og fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Ráðgjöf á vinnustað er fyrst og fremst ætluð starfsmönnum með stutta formlega skólagöngu og er fjármögnuð af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Fræðslustjóri að láni

Mímir-símenntun lánar út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greiningu á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins.