Sölu- markaðs- og rekstrarnám

Nánari upplýsingar um námið í síma 544 4500

Ath. skráning í Sölu- markaðs- og rekstrarnám fer fram hjá NTV, skoli@ntv.is eða í síma 544 4500

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs. Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, markaðs- og sölumálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja.

Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Öll fög í náminu eru kennd frá grunni.

Nemendur öðlast þjálfun og hæfni á sviði sölumennsku þar sem rík áhersla er lögð á ábyrgð sölumannsins og hlutverk hans í stefnumótun fyrirtækisins. Í síðari hluta námsins er farið í hagnýta markaðsfræði, fjármálastjórnun og áætlanagerð. Þetta er frábært nám fyrir alla sem starfa við sölumennsku eða eigin rekstur. 

Námsmat

Námið samanstendur af kennslu og verklegum æfingum og eru próf í helstu námsgreinum. Rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Í lok náms fá nemendur viðurkenningarskjal og prófskírteini.

Kennslufyrirkomulag

Í boði er kvöld- og helgarnámskeið.Kennt er 2 kvöld í viku og fyrir hádegi á laugardögum.  Námið tekur 8 mánuði.

Verð

Hlutur nemenda í námsgjöldum er 88.000 kr.