Skrifstofuskólinn

Nánari upplýsingar um Skrifstofuskólann í síma 544 4500

Ath. skráning í Skrifstofuskólann fer fram hjá NTV, skoli@ntv.is eða í síma 544 4500

 

Skrifstofuskólinn er haldinn í samvinnu við Nýja tölvu- og viðskiptaskólann NTV og er kennt eftir vottaðri námskrá FA. Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Í náminu er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðinum. Meðal kennslugreina eru bókhald, tölvubókhald, verslunarreikningur, Word-ritvinnsla, Excel-töflureiknir, gerð kynningarefnis, streitustjórnun og margt fleira. Námið samanstendur bæði af kennslu og verklegum æfingum og eru próf í helstu greinum. Allar kennslugreinar eru kenndar frá grunni og rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu.

Námsmat

Lokapróf, verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennslufyrirkomulag

Í boði eru morgunnámskeið eða kvöld- og helgarnámskeið.  Námið tekur rúma 3 mánuði. Á morgunnámskeiðum er kennt 3 morgna í viku en á kvöld- og helgarnámskeiðum er kennt tvö kvöld í viku og fyrir hádegi á laugardögum.

Verð

52.000