Menntastoðir

Upplýsingar um næstu Menntastoðir í síma 580 1800

Langar þig í háskóla en hefur ekki lokið stúdentsprófi?

ATH - Drög að áætlun fyrir haustið 2017

Menntastoðir 43 Daghópur 1 önn hefst 14. ágúst og kennslu lýkur 1.desember

Menntastoðir 44 Daghópur 2 annir hefst 21. ágúst og lýkur vor 2018

Menntastoðir 45 dreifnámshópur – tvær annir: 28. ágúst og lýkur vor 2018

 

Drög að áætlun fyrir haustið 2017 eru birt með fyrirvara um breytingar

Menntastoðir eru krefjandi nám fyrir einstaklinga, 23 ára og eldri. Nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum komast, með tilskyldum árangri, í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst.

Menntastoðir eru vinsæl námsleið sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi og eru nemendur mjög vel undirbúnir fyrir áframhaldandi nám.

 

Markmið

  • Að komast í undirbúningsdeildir háskóla
  • Að þjálfa markviss og skipulögð vinnubrögð í námi
  • Að byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart áframhaldandi námi
  • Að styrkja stöðu á vinnumarkaði

 

Námsgreinar

Smellið á námsgreinar til að fá nánari upplýsingar.

 

Nánari upplýsingar Sími 580 1800

 

 

Námsmat

Lokapróf, verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennslufyrirkomulag

Í boði er staðnám og dreifnám. Staðnámið tekur um 6 mánuði og kennt er alla virka daga. Dreifnámið tekur um 10 mánuði og kennt er tvo virka daga í viku (síðdegi) og annan hvern laugardag.  Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til eininga á framhaldsskólastigi. 

Verð

Hlutur nemenda í námsgjöldum er 142.000 krónur. Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga.