Leikskólaliðabrú

Nánari upplýsingar um Leikskólaliðabrú í síma 580 1800

Verkefnastjóri

Vinnur þú við uppeldi og umönnun leikskólabarna? Viltu auka færni þína?

Nám á leikskólaliðabrú er ætlað þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Það er einingabært og kennt samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla. Sjá hér  

 

Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar. 

 

Inntökuskilyrði 

Nám á leikskólaliðabrú tekur mið af því að nemendur séu í starfi á leikskóla. Þeir þurfa vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu við uppeldi, umönnun og menntun barna í leikskóla. 

 

Um kennsluna 

Námið er 30 einingar og er kennt á fjórum önnum, sex til níu einingar á hverri önn 

Kennt er einu sinni í viku, frá kl.17:00–20:45 alls fimm kennslustundir í senn og tvo - þrjá laugardaga á önn, frá kl.8.30–16:30, 10 kennslustundir í senn. 

Nánari upplýsingar um leikskólaliðabrú í síma 580 1800

Námsmat

Verkefnaskil, lokapróf og 80% mætingarskylda.