Grunnmenntaskólinn

Grunnmenntaskólinn er tilvalinn grunnur að meira námi. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir fólk sem er 20 ára og eldra.  Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám.

Veldu námskeið

12. feb. - 14. maí 8.30-12.10

Hefst: 12. febrúar

Endar: 14. maí

Dagar: mán.-föst.

Stundir: 300

Verkefnastjóri: Auður Loftsdóttir

Staður: Höfðabakki 9

Verð: 65.000 kr.

Frekari upplýsingar

Netfang: audur@mimir.is

Sími: 580-1800

Verkefnastjóri

Ert þú með stutta skólagöngu að baki? Viltu byrja aftur í skóla?

Markmið

 • Að byggja upp grunn í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvum
 • Að auka sjálfstraust til náms
 • Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð
 • Að þjálfa samvinnu í verkefnagerð
 • Að styrkja stöðu á vinnumarkaði

 

Námsgreinar

 • Íslenska
 • Stærðfræði
 • Enska
 • Tölvur
 • Sjálfsstyrking
 • Námstækni
 • Framsögn
 • Færnimappa 

 

 

Námsmat

 Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka. 

Kennslufyrirkomulag

Í boði er nám á daginn eða á kvöldin. Kenndar eru 5 kennslustundir í senn. Í dagskóla er kennt alla virka daga en í kvöldskóla er kennsla tvö virk kvöld í viku og annan hvern laugardag. Engin lokapróf eru tekin en námsmat fer fram með verkefnavinnu, æfingum og símati.

Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til eininga á framhaldsskólastigi. 

Fyrirhuguðu kvöldnámi frestað um óákveðin tíma

 

Verð

Hlutur nemenda í námsgjöldum er 65.000 krónur*. Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga.

 

*Verð birt með fyrirvara um breytingar.