Félagsliðabrú

Veldu námskeið

11. jan. - 31. maí 16:30-20:15 og 8.30-14.10

Hefst: 11. janúar

Endar: 31. maí

Dagar: fim. og lau

Stundir: 320

Verkefnastjóri: Irma Matchiavariani

Staður: Höfðabakki 9

Verð: 0 kr.

Frekari upplýsingar

Netfang: irma@mimir.is

Sími: 580-1815

Verkefnastjóri

Ath. Skráning í Félagsliðabrú fer fram hjá Eflingu, efling@efling.is eða í síma 510 7500

Námið er sniðið að þörfum fólks sem starfar við umönnun aldraðra, sjúkra, fatlaðra og/eða við heimaþjónustu. Það er einingabært og kennt samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla. Sjá hér. 


Nemendur útskrifast sem félagsliðar.

Inntökuskilyrði:

Nám á félagsliðabrú tekur mið af því að nemendur sinni umönnumunarstörfum. Þeir þurfa að vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu af umönnunarstörfum.

Um kennsluna:

Námið er samtals 32 einingar, sem eru kenndar á fjórum önnum og eru kenndar sjö til níu einingar á hverri önn. Kjarninn er 25 einingar og sérgreinar eru sjö einingar.
Kennt er einu sinni í viku, frá kl.16:30–20:15, alls fimm kennslustundir í senn og tvo - þrjá laugardaga á önn, frá kl.8.30–16:30, alls 10 kennslustundir í senn.
Nánari upplýsingar um félagsliðabrú í síma 580 1800

Námsmat

Verkefnaskil, lokapróf og 80% mætingarskylda.