Viltu efla þig í starfi?

Fagnámskeið eru í boði fyrir starfsmenn sem starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu við umönnun og aðhlynningu og einnig fyrir starfsmenn leikskóla. Þau eru undanfari frekara náms á félagsliðabrú og leikskólabrú.
Á fagnámskeiðunum er lögð áhersla á námsþætti sem nýtast starfsmanninum í starfi og einkalífi ogeru til þess fallnir að styrkja hann í starfi.
 

 

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla

Vinnur þú á leikskóla? Viltu efla faglega hæfni þína? Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis-símenntunar og Eflingar. Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum.

Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu

Vinnurðu við umönnun sjúkra, fatlaðra eða aldraðra? Viltu auka færni þína í starfi? Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis-símenntunar og Eflingar. Þau eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum.