Færni í ferðaþjónustu - Tourism Service Course

Nánari upplýsingar í síma 580 1800

Verkefnastjóri

Langar þig að starfa í ferðaþjónustu? Þá gæti námið Færni í ferðaþjónustu verið fyrir þig

Færni í ferðaþjónustu er 100 kennslustunda nám fyrir 20 ára og eldri. Námið byggist upp á bóklegu námi, vettvangsferðum og verkefnavinnu.

 

Markmið

 • Að  búa þátttakendur undir störf í ferðaþjónustu
 • Að læra að veita góða þjónustu
 • Að auka þekkingu á samfélagi og umhverfismálum
 • Að þjálfa tölvunotkun til upplýsingaleitar og verkefnavinnu
 • Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu

 

Námsgreinar

 • Gildi ferðaþjónustu
 • Samfélags- og staðarþekking
 • Umhverfismál og ferðaþjónusta
 • Enska
 • Tölvur og upplýsingatækni
 • Skyndihjálp og öryggismál

 

Kennslufyrirkomulag

Færni í ferðaþjónustu er kennd samkvæmt  námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta – og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til framhaldsskólaeininga.

Námsmat

80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Verð

Verð fyrir námskeiðið er 22.000 kr. Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga.