Dyravarðanám

Fyrir starfandi dyra- og næturverði.

Skráning ekki hafin

Verkefnastjóri

Fyrir starfandi dyra- og næturverði

Námskeiðið er ætlað starfandi dyra- og næturvörðum en einnig hentar námið öðru starfsfólki hótela og veitingahúsa. Dyraverðir sem lokið hafa þessu tuttugu og fjögurra kennslustunda námi geta fengið dyravarðaskírteini sem gildir í þrjú ár ef þeir uppfylla skilyrði til að mega starfa sem dyraverðir. Sótt er um dyravarðaskírteini á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þeir sem hafa gilt dyravarðaskírteini til eins árs þurfa ekki að sækja um staðfestingu frá lögreglunni. Hægt er að sækja um dyravarðaskírteini til þriggja ára áður en námskeið hefst og verður það þá afhent við námskeiðslok.

Námsmat

80% lágmarksmætingu þarf til að ljúka námskeiðinu.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er á íslensku. 

Námið hefst: 27. febrúar til 15. mars

Kennt: Mán. og mið. frá kl. 16:30-19:25.

Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í s. 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Verð

Verð 38.000 kr. Fyrirtæki fá 75% endurgreitt frá Starfsafli.