Almennar bóklegar greinar

Frekari upplýsingar um námsleiðina, tímasetningar og fyrirkomulag í síma 580 1800

Langar þig í nám en ertu ekki búinn að ákveða hvert þú stefnir? Hvers vegna ekki að byrja á áföngunum sem allir þurfa að taka?

 

Ef þú hefur ekki lokið fyrstu áföngunum í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þá er nám í almennum bóklegum greinum fyrir þig. Námið nýtist þeim sem vilja fara í áframhaldandi bóknám  eða iðnnám. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og fjölbreytt námsmat. Námið er 300 kennslustundir og ætlað fólki 20 ára og eldra.

 

Markmið

 • Að læra íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði á framhaldsskólastigi
 • Að auka sjálfstraust í námi
 • Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu
 • Að þjálfa tölvunotkun til upplýsingaleitar og verkefnavinnu
 • Að styrkja stöðu á vinnumarkaði

 

Námsgreinar

 • Íslenska
 • Stærðfræði
 • Enska
 • Danska
 • Sjálfsstyrking
 • Námstækni

 

Námsmat

Verkefnaskil, próf, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennslufyrirkomulag

Í boði er nám á daginn eða á kvöldin. Kenndar eru 5 kennslustundir í senn. Í dagskóla er kennt alla virka daga, hálfan daginn í senn en í kvöldskóla er kennsla tvö virk kvöld í viku og annan hvern laugardag. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til eininga á framhaldsskólastigi. 

Verð

Hlutur nemenda í námsgjöldum er 65.000 krónur.  Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga.