Menntastoðir

Langar þig í háskóla en hefur ekki lokið stúdentsprófi? Menntastoðir eru krefjandi nám fyrir einstaklinga, 23 ára og eldri. Nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum komast í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst.

Almennar bóklegar greinar

Langar þig í nám en ertu ekki búin að ákveða hvert þú stefnir? Hvers vegna ekki að byrja á áföngunum sem allir þurfa að taka?

Grunnmenntaskólinn

Ert þú með stutta skólagöngu að baki? Viltu byrja aftur í skóla? Þá er Grunnmenntaskólinn nám fyrir þig. Tilvalinn grunnur að meira námi.

Nám fyrir lesblinda

Nám fyrir lesblinda er ætlað fólki, 20 ára og eldra, sem á erfitt með lestur og skrift og langar að tileinka sér nýjar aðferðir.

Færni í ferðaþjónustu - Tourism Service Course

Færni í ferðaþjónustu er 100 kennslustunda nám fyrir 20 ára og eldri. Námið byggist upp á bóklegu námi, vettvangsferðum og verkefnavinnu.

Fagnám - umönnun og uppeldi

Fagnámskeið eru í boði fyrir starfsmenn sem starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu við umönnun og aðhlynningu og einnig fyrir starfsmenn leikskóla. Þau eru undanfari frekara náms á félagsliðabrú og leikskólabrú.

Skrifstofuskólinn

Skrifstofuskólinn er haldinn í samvinnu við Nýja tölvu- og viðskiptaskólann NTV og er kennt eftir vottaðri námskrá FA. Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi.

Sölu- markaðs- og rekstrarnám

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs.

Félagsliðabrú

Nám í félagsliðabrú tekur mið af því að nemendur séu í starfi og sæki námið í samráði við vinnustað sinn. Nemendur þurfa vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.

Leikskólaliðabrú

Nám í leikskólaliðabrú tekur mið af því að nemendur séu í starfi og sæki námið í samráði við vinnustað sinn. Nemendur þurfa vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.

Dyravarðanám

Fyrir starfandi dyra- og næturverði. Hentar einnig öðru starfsfólki hótela og veitingahúsa.

Dagskrá