Viltu ráðleggingar náms- og starfsráðgjafa þér að kostnaðarlausu?

Mímir - símenntun býður upp á  náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, starfsmönnum og fyrirtækjum að kostnaðarlausu.

Ráðgjöf á vinnustað er fyrst og fremst ætluð starfsmönnum með stutta formlega skólagöngu og er fjármögnuð af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

 

Markmið


Með því að fá náms- og starfsráðgjafa í heimsókn á vinnustað geta fyrirtæki stuðlað að frekari símenntun starfsmanna, aukinni starfsánægju og árangursríkri starfsþróun.

Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að kynna sér  þjónustuna og mögulegar útfærslur á framkvæmd  hjá ráðgjöfum Mímis.