Fræðslustjóri að láni

Mímir-símenntun lánar fræðslustjóra til fyrirtækja. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og leggur til leiðir til að setja fræðslumál fyrirtækisins í markvissan farveg.

Náms- og starfsráðgjöf

Mímir - símenntun býður upp á náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, starfsmönnum og fyrirtækjum að kostnaðarlausu.

Stutt námskeið

Hagnýt og skemmtileg námskeið, þróuð með þarfir vinnumarkaðar í huga. Kennt á vinnustað eða hjá Mími-símenntun. Áralöng reynsla af gerð sérsniðinna námskeiða fyrir mismunandi hópa.

Íslenska á vinnustað

Aukin samskipti á íslensku og ánægðara starfsfólk er ávinningur af íslenskukennslu á vinnustað. Námskeiðin eru sniðin að þörfum vinnustaðarins og hvetja til samskipta á íslensku.

Tungumál

Sérsniðin tungumálanámskeið fyrir vinnustaði. Upprifjun og þjálfun eða innsýn í eitthvað alveg nýtt. 14 tungumál í boði. Gæði og reynsla einkenna tungumálanámskeið hjá Mími.

Lengra nám

Hjá Mími-símenntun er mikið úrval lengri námsleiða sem geta stytt leið í undirbúningsdeildir háskóla. Einnig er úrval starfstengds náms í boði.